Einum sleppt í skotárásarmálinu í Úlfarsárdal

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að rannsókn skotárásarmálsins í Úlfarsárdal gangi …
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að rannsókn skotárásarmálsins í Úlfarsárdal gangi ágætlega. Samsett mynd

Einum af þeim sex sem hafa verið í gæsluvarðhaldi síðustu vikuna vegna skotárásarinnar í Úlfarsárdal var sleppt í gær. Eftir hádegi í dag mun lögregla gera kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir hinum fimm.

Þetta staðfesti Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

„Rannsóknin hefur gengið ágætlega en við erum samt sem áður á þeim stað að við teljum okkur þurfa að gera kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhaldi á fimm aðilum,“ segir Grímur í samtali við mbl.is en sexmenningarnir voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald síðastliðinn föstudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert