Eldur kviknaði í klæðningu virkjunarinnar

Eldur kviknaði í klæðningu fyrr í kvöld.
Eldur kviknaði í klæðningu fyrr í kvöld. mbl.is/Hákon Pálsson

Eldur kviknaði í klæðningu einnar byggingar virkjunar HS Orku í Svartsengi. Þetta staðfestir Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík. Vísir greindi fyrst frá.

Búið er að ráða niðurlögum eldsins en upptökin eru óljós.

Að sögn Einars voru vaktmenn HS Orku á svæðinu og náðu að halda þessu niðri áður en slökkviliðið bar að garði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka