Himneskt stefnumót

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Tunglið fór fyrir Venus í gærmorgun, sem er frekar sjaldgæfur atburður, og sem betur fer viðraði frábærlega um nánast allt land svo flestallir Íslendingar gátu notið sjónarspilsins,“ segir Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu-Sævar.

„Svona samstaða gerist einu sinni í mánuði, en það gerist mjög sjaldan að tunglið nái að myrkva plánetu frá okkar sjónarhóli hérna á jörðinni.“ Sjálfur fylgdist Sævar með stefnumótinu úr flugvél á leiðinni frá Egilsstöðum til Reykjavíkur.

Næst fer tungl fram hjá Venusi 9. desember, en Sævar telur að það muni ekki verða jafn tilkomumikið og í gær.

„Nú kveður Venus okkur á morgunhimninum í byrjun næsta árs og næsta stefnumót tungls og Venusar verður ekki fyrr en á kvöldhimninum í byrjun ársins 2025.

Næst á tunglið stefnumót við Satúrnus kvöldið 20. nóvember og síðan við hinn skæra Júpíter föstudagskvöldið 24. nóvember og þegar líður að morgni 25. nóvember verður stysta bilið milli þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert