Hjúkrunarheimili í Grindavík stórlaskað

Eins og sést fyrir um það bil miðri mynd er …
Eins og sést fyrir um það bil miðri mynd er húsnæði Víðihlíðar nær klofið í tvennt. Húsið hefur verið rýmt. mbl.is/Eyþór

Hjúkrunarheimilið Víðihlíð í Grindavík hefur orðið fyrir miklu tjóni vegna jarðhræringa þar og hefur nú verið rýmt. Vatn hefur víða lekið út á gólf og á einum stað fór byggingin nánast í tvennt eins og önnur meðfylgjandi mynda sýnir.

Vatn hefur víða rekið um ganga heimilisins svo sem hér …
Vatn hefur víða rekið um ganga heimilisins svo sem hér má glöggt sjá. mbl.is/Eyþór

 Það var björgunarsveitin Þorbjörn sem hafði veg og vanda af rýmingunni, að sögn vakthafandi hjúkrunarfræðings inni á deild í hinu húsi Víðihlíðar sem rekið er í tveimur húsnæðum og rekur hvor aðilinn starfsemina í sínu húsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert