Landverðir kanna reykinn í hrauninu

Óvenjumikill reykur stígur upp frá hrauninu við Litla-Hrút.
Óvenjumikill reykur stígur upp frá hrauninu við Litla-Hrút. Skjáskot/Live from Iceland

Veðurstofa Íslands hefur óskað eftir því að landverðir á vegum Umhverfisstofnunar kanni aðstæður við Litla-Hrút þar sem óvenjumikill reykur stígur nú upp frá hrauninu sem rann í eldgosinu í sumar.

Hefur Veðurstofan engar staðfestar skýringar á reyknum, enn sem komið er, og bíður svara frá landvörðum sem eru á leiðinni á vettvang.

Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir í samtali við mbl.is að ákaflega ólíklegt sé að reykurinn tengist eldvirkni og að engin merki séu um slíkt. 

Mögulegt sé að heitt hraun hafi brotnað og valdið sinubruna, segir hún, en tekur þó fram að það sé ágiskun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert