Líklegast dagar frekar en klukkustundir

Grynnstu skjálftarnir mælast á 3-3,5 kílómetra dýpi.
Grynnstu skjálftarnir mælast á 3-3,5 kílómetra dýpi. mbl.is/Hákon Pálsson

Skjálftavirknin sem mælist nú við Sundhnjúkagíga einskorðast við svæði sem er um þremur km norðaustur af Grindavík. Grynnstu skjálftarnir sem nú mælast eru á um 3-3,5 kílómetra dýpi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Segir þar að þau merki sem núna sjást við Sundhnúkagíga séu sambærileg þeim sem sáust í aðdraganda fyrsta gossins við Fagradalsfjall árið 2021. Svipar henni mjög til skjálftavirkninnar sem mældist um mánuði fyrir gos.

Hraun rynni ekki í átt til Grindavíkur

„Ef sú atburðarrás er skoðuð sem endaði í eldgosinu sem hófst 19. mars og á meðan skjálftavirknin grynnkar ekki verulega úr því sem komið er, þá er líklegasta sviðsmyndin sú að nokkrir dagar líði frekar en klukkustundir áður en kvika nær til yfirborðs,“ segir á vef Veðurstofunnar.

„Ef sprunga kæmi upp þar sem skjálftavirknin er hvað mest núna, myndi hraun renna til suðausturs og til vesturs en ekki í átt til Grindavíkur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert