Mjög skýr merki koma nú fram á mælum Veðurstofu um að kvikugangur sé að myndast til yfirborðs.
Áfram eru mestar líkur á að kvika komi upp norðan vatnaskila við Sundhnúka og því mun hraun ekki renna til Grindavíkur í samræmi við hraunflæðilíkan sem keyrt var fyrr í kvöld.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Tekið er fram að frekari upplýsingar liggi ekki fyrir að svo stöddu.
Nánar er rætt um kvikuinnskotið hér:
Þau skilaboð eru borin frá HS Veitum að Grindvíkingar hringi í fyrirtækið í síma 422-5200 ef þeir verða varir við flökt á rafmagni.