Neyðarstig: Grindavík rýmd

Björgunarsveitarmenn að störfum við rýmingu í nótt.
Björgunarsveitarmenn að störfum við rýmingu í nótt. mbl.is/Eyþór Árnason

Neyðarstigi hef­ur verið lýst yfir í Grinda­vík og bær­inn verður rýmd­ur. 

Víðir Reyn­is­son, yf­ir­lög­regluþjónn al­manna­varna, seg­ir að ekki sé hægt að úti­loka að kviku­gang­ur nái að Grinda­vík.

„Nýj­ustu gögn sem Veður­stof­an lét okk­ur hafa sýna tals­verða færslu og stór­an kviku­gang sem er að mynd­ast og get­ur opn­ast og legið frá suðvestri til norðaust­urs,“ seg­ir Víðir.

Ekki upp­lifað eins at­b­urði í fimm­tíu ár

Er öll­um bæj­ar­bú­um skylt að rýma bæ­inn. Rauði kross­inn, lög­regla og björg­un­ar­sveit­ir verða eft­ir í bæn­um, ásamt lyk­il­starfs­fólki bæj­ar­ins.

Það er ljóst að við erum að fást við at­b­urði sem Íslend­ing­ar hafa ekki upp­lifað síðan það gaus í Vest­manna­eyja­bæ. Við tók­umst á við það sam­an og við mun­um tak­ast á við þetta sam­an,“ seg­ir Víðir.

Hann biður íbúa um að vera yf­ir­vegaða – ekki sé um að ræða neyðarrým­ingu. Ákvörðun um að rýma hafi verið tek­in svo íbú­ar geti gefið sér næg­an tíma.

Ekki nauðsyn­legt að koma við

Þeir sem eru á bíl eru beðnir um að taka upp gang­andi farþega hafi þeir tök á því.

Ekki er nauðsyn­legt að koma við í skrán­ing­ar­stöð Grinda­vík­ur­bæj­ar.

Hér er áfram fylgst með þess­ari hröðu at­b­urðarás:

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka