Segir lög hafa verið brotin

Rithöfundasambandið og Myndstef hafa sett sig upp á móti útgáfunni …
Rithöfundasambandið og Myndstef hafa sett sig upp á móti útgáfunni og skorað á ráðuneytið að grípa inn í útgáfuna. Ekki hefur orðið af því og Dimmalimm kom út fyrir skemmstu. Huginn segir við Morgunblaðið að bókin hafi fengið góðar viðtökur fyrstu dagana eftir útgáfu. mbl.is/Árni Sæberg

„Einstaklingar eða fyrirtæki eiga ekki að sæta íþyngjandi rannsókn opinberra aðila nema gögn styðji slíkt, sem er ekki í þessu máli,“ segir bókaútgefandinn Huginn Þór Grétarsson í Óðinsauga sem hefur sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna framgöngu menningar- og viðskiptaráðuneytisins í tengslum við nýja útgáfu hans af barnabókinni Dimmalimm.

Hann staðhæfir að ráðuneytið hafi brotið lög með samráði við hagsmunaaðila sem mótmælt hafa útgáfu bókarinnar og er ósáttur við að ekki hafi verið orðið við beiðni hans um afhendingu allra gagna málsins. Huginn hefur krafist þess af ráðuneytinu að rannsókn málsins verði undir eins lokað, ráðuneytið biðji hann afsökunar og greiði kostnað vegna skýrslugerðar.

 

Hefur að geyma nýjar teikningar

Morgunblaðið hefur greint frá umdeildri útgáfu Óðinsauga á Dimmalimm. Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur staðfest við blaðið að útgáfa bókarinnar sé til skoðunar í ráðuneytinu vegna mögulegra brota á sæmdarrétti.

Fram hefur komið að þessi nýja útgáfa á Dimmalimm, bók Guðmundar Thorsteinssonar eða Muggs, hefur að geyma nýjar teikningar í stað teikninga listamannsins. Bæði

Rithöfundasambandið og Myndstef hafa sett sig upp á móti útgáfunni og skorað á ráðuneytið að grípa inn í útgáfuna. Ekki hefur orðið af því og Dimmalimm kom út fyrir skemmstu.

Huginn segir við Morgunblaðið að bókin hafi fengið góðar viðtökur fyrstu dagana eftir útgáfu.

Menningar- og viðskiptaráðuneytið segir að rannsóknin sé á lokametrunum og búast megi við niðurstöðu í næstu viku.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert