Segir lög hafa verið brotin

Rithöfundasambandið og Myndstef hafa sett sig upp á móti útgáfunni …
Rithöfundasambandið og Myndstef hafa sett sig upp á móti útgáfunni og skorað á ráðuneytið að grípa inn í útgáfuna. Ekki hefur orðið af því og Dimmalimm kom út fyrir skemmstu. Huginn segir við Morgunblaðið að bókin hafi fengið góðar viðtökur fyrstu dagana eftir útgáfu. mbl.is/Árni Sæberg

„Ein­stak­ling­ar eða fyr­ir­tæki eiga ekki að sæta íþyngj­andi rann­sókn op­in­berra aðila nema gögn styðji slíkt, sem er ekki í þessu máli,“ seg­ir bóka­út­gef­and­inn Hug­inn Þór Grét­ars­son í Óðinsauga sem hef­ur sent kvört­un til umboðsmanns Alþing­is vegna fram­göngu menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyt­is­ins í tengsl­um við nýja út­gáfu hans af barna­bók­inni Dimm­alimm.

Hann staðhæf­ir að ráðuneytið hafi brotið lög með sam­ráði við hags­munaaðila sem mót­mælt hafa út­gáfu bók­ar­inn­ar og er ósátt­ur við að ekki hafi verið orðið við beiðni hans um af­hend­ingu allra gagna máls­ins. Hug­inn hef­ur kraf­ist þess af ráðuneyt­inu að rann­sókn máls­ins verði und­ir eins lokað, ráðuneytið biðji hann af­sök­un­ar og greiði kostnað vegna skýrslu­gerðar.

 

Hef­ur að geyma nýj­ar teikn­ing­ar

Morg­un­blaðið hef­ur greint frá um­deildri út­gáfu Óðinsauga á Dimm­alimm. Menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneytið hef­ur staðfest við blaðið að út­gáfa bók­ar­inn­ar sé til skoðunar í ráðuneyt­inu vegna mögu­legra brota á sæmd­ar­rétti.

Fram hef­ur komið að þessi nýja út­gáfa á Dimm­alimm, bók Guðmund­ar Thor­steins­son­ar eða Muggs, hef­ur að geyma nýj­ar teikn­ing­ar í stað teikn­inga lista­manns­ins. Bæði

Rit­höf­unda­sam­bandið og Mynd­stef hafa sett sig upp á móti út­gáf­unni og skorað á ráðuneytið að grípa inn í út­gáf­una. Ekki hef­ur orðið af því og Dimm­alimm kom út fyr­ir skemmstu.

Hug­inn seg­ir við Morg­un­blaðið að bók­in hafi fengið góðar viðtök­ur fyrstu dag­ana eft­ir út­gáfu.

Menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneytið seg­ir að rann­sókn­in sé á loka­metr­un­um og bú­ast megi við niður­stöðu í næstu viku.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert