Þór getur sinnt margþættu hlutverki

Varðskipið Þór getur sinnt margþættu almannavarnahlutverki.
Varðskipið Þór getur sinnt margþættu almannavarnahlutverki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Varðskipið Þór er nú á leiðinni til Grindavíkur til þess að aðstoða við almannavarnir á svæðinu. 

Samkvæmt Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, getur varðskipið sinnt margþættu hlutverki þegar kemur að aðstoð við almannavarnir. 

Hann nefnir sem dæmi að eins og sýnt hafi sig á Dalvík sé hægt að nota skipið sem varaaflstöð, og að þá sé 18 manna vel þjálfuð áhöfn um borð sem geti brugðist við ef á þarf að halda. Þá hafa skipin einnig verið nýtt í gegnum tíðina ef ekki hefur verið hægt að komast landleiðina. 

Hlutverk þess við Grindavík verður fyrst og fremst að vera til taks í öryggisskyni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka