Tveir snarpir skjálftar

Hratt landris hefur mælst nærri Svartsengi og Bláa lóninu að …
Hratt landris hefur mælst nærri Svartsengi og Bláa lóninu að undanförnu. mbl.is/Hákon Pálsson

Snarpur skjálfti varð kl. 16.51 og fannst víða á suðvesturhorni landsins. Annar reið yfir skömmu síðar, eða klukkan 16.56.

Mælingar Veðurstofu benda til þess að sá fyrri hafi átt upptök í Stóra-Skógfelli að sunnanverðu. Hann hafi verið 3,8 að stærð.

Sá síðari virðist hafa orðið norðaustur af Gríndavík og suður af Sundhnúkagígaröðinni, en skjálftavirkni dagsins hefur nær einangrast við hana.

Aukinn kraftur í hrinunni

Stærð beggja skjálftanna mun líklega reynast meiri við yfirferð jarðvísindamanna.

Mikill kraftur hefur færst í hrinuna síðustu klukkutímana og hefur fjöldi skjálfta mælst af stærð 3 og yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert