Vinna hafin við Grindavíkurveg

Verið er að gera við Grindavíkurveg
Verið er að gera við Grindavíkurveg Samsett mynd

Upplýsingafulltrúi Vegargerðarinnar segir mikinn viðbúnað vera við Gríndavíkurveg eftir að vegurinn fór í sundur á kafla í kvöld. 

„Viðgerðir byrjuðu bara um leið, en ég veit ekki hversu langt þær eru komnar,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegargerðarinnar, í samtali við mbl.is.

Standa í ströngu við hálkuvarnir

Hann segir að þó svo verið sé að gera við veginn þá þurfi að taka ákvörðun um hvenær skuli opna hann á nýjan leik út frá stöðu skjálftavirkninnar á svæðinu.

Pétur segir Vegagerðina einnig standa í ströngu við að hálkuverja Nesveg og Suðurstrandarveg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka