Vinna við varnargarða hafin

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir að vinna sé hafin við varnargarða.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir að vinna sé hafin við varnargarða. Samsett mynd

Vinna við að reisa varnargarða í kringum virkjunina í Svartsengi á Reykjanesskaga er hafin.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra greindi frá því í fréttum Rúv í kvöld að hún hefði í samráði við almannavarnir, Verkís og fleiri sett vinnuna af stað í dag þrátt fyrir að frumvarp þess efnis hafi ekki verið lagt fyrir þingið.

Verið að skrifa frumvarp

Fram kom á ríkisstjórnarfundi í morgun að ríkisstjórnin hefði samþykkt að hefja tafarlaust vinnu við varnargarðana.

Verið er að skrifa frumvarp þess efnis en sagði dómsmálaráðherra að hún teldi að ekki væri hægt að bíða eftir að það yrði tilbúið. Því hafi þessi leið verið farin. 

Byrjað er að flytja efni á svæðið og verktakar eru að koma sér á staðinn.

Vinna er hafin og byrjað er að flytja efni á …
Vinna er hafin og byrjað er að flytja efni á svæðið. Teikning/Verkís
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka