Vestmannaeyingar eru boðnir og búnir að opna heimili sín fyrir íbúum Grindavíkur sem í kvöld hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Í hópnum Heimaklettur á Facebook hafa margir Vestmannaeyingar sagst geta tekið á móti fólki.
Vestmannaeyingar þekkja af eigin raun hvernig er að þurfa að yfirgefa heimili sín vegna náttúruvár en það þurftu þeir að gera þegar eldgos varð í Vestmannaeyjum fyrir 50 árum.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, minntist þess í ávarpi sínu fyrr í kvöld að þá atburði, sem við upplifum nú, hefðum við ekki upplifað síðan í Vestmannaeyjum 1973.
Í Heimaklettshópnum bjóða einnig Vestmannaeyingar búsettir uppi á landi Grindvíkingum húsaskjól.