Grindvíkingar vöknuðu við mikil læti í fjöldahjálparmiðstöðinni í Kórnum í Kópavogi í kvöld er þjófavarnarkerfið í húsinu fór af stað.
Rúv greinir frá og hefur eftir Gylfa Þór Þorsteinssyni, forstöðumanni fjöldahjálparstöðva, að lítið gangi hjá sérfræðingum að slökka á kerfinu.
„Þetta er mjög hvimleitt fyrir fólkið sem er hingað komið og er að reyna að sofa. Sérstaklega [fyrir] börn, sem vöknuðu við lætin,“ sagði Gylfi.
Uppfært 00.29:
Grindvíkingar getið sofið óáreittir í Kórnum í nótt. Búið er að slökkva á hljóðinu og var það gert með því að rífa kerfið úr sambandi.
Gylfi segir í samtali við Rúv að það ætti ekki að koma að sök, Rauði krossinn sé með fullmannaða vakt í fjöldahjálparmiðstöðinni. 53 eyða nóttinni í Kórnum.