Banna drónaflug nálægt Grindavík

Þarna má ekki fljúga dróna.
Þarna má ekki fljúga dróna. Kort/Isavia

Samgöngustofa hefur gefið út bann við drónaflugi fyrir ofan og nálægt Grindavík vegna yfirvofandi eldgoss í nágreninu.

Þetta tilkynnir Samgöngustofa, sem segir að bannið hafi þegar tekið gildi og gildi til miðnættis 29. nóvember.

Drónaflug á vegum ríkislögreglustjóra, almannavarna og Landhelgisgæslunnar er undanþegið.

Líkön unn­in af sér­fræðing­um Veður­stofu Íslands sýna 15 km lang­an kviku­gang sem ligg­ur rétt norðvest­an Grinda­vík­ur.

Um­fang kviku­gangs­ins er veru­legt og kvika er að nálg­ast yf­ir­borð. Þykja veru­leg­ar lík­ur á að kvika nái að brjóta sér leið til yf­ir­borðs og aukn­ar lík­ur eru á að kvika geti komið upp á hafs­botni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert