Grindvíkingar sem þurft hafa að yfirgefa heimili sín vegna jarðhræringa koma saman í Hallgrímskirkju nú síðdegis í dag.
Séra Elínborg Gísladóttir leiðir stundina. Einnig mun Agnes M. Sigurðardóttir biskup ávarpa Grindvíkinga. Kristján Hrannar organisti sér um tónlist og meðlimir úr kór Grindavíkurkirkju leiða almennan söng.
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, og Guðni Th. Jóhannesson forseti munu halda stutta tölu.
Fylgjast má með beinu streymi frá samverustundinni hér að neðan.