Kerfin eru löskuð

Rafmagn fór af á einstökum stöðum í Grindavík í gær.
Rafmagn fór af á einstökum stöðum í Grindavík í gær. mbl.is/Sigurður Bogi

Páll Erland, forstjóri HS Veitna, segir að kerfin séu löskuð vegna jarðskjálftanna og jarðgliðnana við Grindavík.

„Mannskapurinn okkar var að störfum í fyrrinótt og lungann af gærdeginum við að halda uppi kerfunum, það er rafmagni og hita á húsunum. Staðan í gær var sú að það var hiti í Grindvík að mestu leyti en rafmagnið fór af á einstökum stöðum. Eftir lok dags í gær var okkur gert að rýma og nú erum við bara að meta stöðuna úr fjarska,“ segir Páll í samtali við mbl.is.

Páll segir að það sé verið að taka stöðuna á kerfunum og er það gert í samvinnu við almannavarnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert