Dýraverndarsamband Íslands, Dýrfinna, Dýrahjálp Íslands, Kattholt, Villikettir og Villikanínur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að dýrum verði bjargað í Grindavík og nágrenni í dag.
Einungis íbúum í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík hafa verið heimilt að sækja gæludýr sín. Þá er sérstök aðgerð í gangi til þess að sækja alla hesta í hestahverfinu norðan við Austurver.
Í yfirlýsingunni segir að unnið hefur verið að verið aðgerðaráætlun af hálfu Dýrfinnu, Dýrahjálpar Íslands, Villikatta og Kattholts þar sem staðsetning dýra sem eru á svæðinu hefur verið kortlögð.
Sjálfboðaliðar eru nú tilbúnir við Grindavík, með bæði mannskap, bíla og búr til að sækja dýrin sem eru í neyð.
„Þegar eru dýr orðin matar- og vatnslaus á svæðinu og þarf að bregðast við strax,“ segir í yfirlýsingunni.