Krefjast þess að dýrum verði bjargað

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dýraverndarsamband Íslands, Dýrfinna, Dýrahjálp Íslands, Kattholt, Villikettir og Villikanínur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að dýrum verði bjargað í Grindavík og nágrenni í dag.

Einungis íbúum í Þór­kötlustaðahverfi í Grinda­vík hafa verið heim­ilt að sækja gælu­dýr sín. Þá er sér­stök aðgerð í gangi til þess að sækja alla hesta í hesta­hverf­inu norðan við Aust­ur­ver. 

Í yfirlýsingunni segir að unnið hefur verið að verið aðgerðaráætlun af hálfu Dýrfinnu, Dýrahjálpar Íslands, Villikatta og Kattholts þar sem staðsetning dýra sem eru á svæðinu hefur verið kortlögð. 

Sjálfboðaliðar eru nú tilbúnir við Grindavík, með bæði mannskap, bíla og búr til að sækja dýrin sem eru í neyð.

„Þegar eru dýr orðin matar- og vatnslaus á svæðinu og þarf að bregðast við strax,“ segir í yfirlýsingunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert