„Leitum styrks hvert hjá öðru“

Hallgrímskirkja í kvöld. Forsetinn sagði að sér þætti vænt um …
Hallgrímskirkja í kvöld. Forsetinn sagði að sér þætti vænt um að eiga þessa stund með Grindvíkingum. mbl.is/Óttar Geirsson

„Ég leyfi mér að segja að ég er þakklátur og stoltur fyrir að búa í samfélagi sem bregst svo vel við óvæntri ógn.“

Þetta sagði forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, í ávarpi sínu til Grindvíkinga og þeirra sem saman komu í Hallgrímskirkju í kvöld.

Forsetinn ásamt bæjarstjóra Grindavíkur.
Forsetinn ásamt bæjarstjóra Grindavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér þykir vænt um að eiga þessa stund með ykkur. Þessa samverustund þegar við leitum styrks hvert hjá öðru,“ sagði forsetinn. 

„Þegar við bíðum þess sem verða vill. Vonum það besta en búum okkur undir allan þann miska sem þau römmu náttúruöfl geta gert okkur.“

Frá samverustundinni í kvöld.
Frá samverustundinni í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon
Samverustund í Hallgrímskirkju í kvöld.
Samverustund í Hallgrímskirkju í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tökumst á við vandann með einingarmætti

Kvaðst hann mæla fyrir munn allrar þjóðarinnar þegar hann segist hugsa hlýtt til allra sem þurftu að flýja heimili sín og vinnustaði og þakkaði þeim sem hafa boðið fram heimili sín til Grindvíkinga og þeim viðbragðsaðilum og vísindamönnum sem sinna hjálp í viðlögum. 

„Við vitum ekki enn hvort gjósa muni í eða við Grindavík. Ef það gerist þá tökumst við á við þann vanda,“ sagði forsetinn og fullvissaði viðstadda um að Grindavík muni halda áfram með einingarmætti íslensku þjóðarinnar. 

Forsetinn heilsar forsætisráðherra Íslands, Katrínu Jakobsdóttur.
Forsetinn heilsar forsætisráðherra Íslands, Katrínu Jakobsdóttur. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka