Óbreytt staða

Nýjustu gögn úr GPS-mælingum sýndu jafnframt litla sem enga breytingu.
Nýjustu gögn úr GPS-mælingum sýndu jafnframt litla sem enga breytingu. Ljósmynd/Siggi Anton

Krafturinn í skjálftavirkninni á Reykjanesskaga virðist fara dvínandi en enginn skjálfti hefur mælst yfir þremur að stærð frá klukkan 19 í gær, laugardag.

Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir stöðuna óbreytta frá því fyrr í dag. Engin gögn hafi borist sem bendi til að kvika hafi færst nær yfirborðinu.

Nýjustu gögn úr GPS-mælingum sýndu jafnframt litla sem enga breytingu.

Elísabet segir starfsfólk Veðurstofunnar við öllu búið en eins og komið hefur fram getur eldgos hafist fyrirvaralaust. Kvika liggur grynnst á 800 metra dýpi, og gæti hún jafnvel verið komin nær yfirborðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert