Ölvaður ökumaður ók á gangandi vegfarandi í miðbæ Reykjavíkur.
Í dagbók lögreglu segir að sá sem var ekið á hlaut minniháttar meiðsl en ökumaðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Þá var maður handtekinn þar sem hann réðst á dyravörð. Maðurinn var í mjög annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa.