Ríkisstjórnin fundar í hádeginu

Myndin er frá fundi ríkisráðs.
Myndin er frá fundi ríkisráðs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkisstjórnin ætlar að hittast á fundi í Ráðherrabústaðnum klukkan 12 í dag og fara yfir stöðuna á Reykjanesskaganum en á föstudagskvöldið lýsti almannavarnardeild ríkislögreglustjóra yfir neyðarstigi og var Grindavíkurbær rýmdur.

Í gær kynnti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra frumvarp sem heim­il­ar dóms­málaráðherra að reisa varn­arg­arða til að verja innviði á Reykjanesskaga. 

Hægst hefur á skjálftavirkni við Grindavík en í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að ekki sé hægt að gera ráð fyrir að gosórói mælist vegna þeirra spennulosunnar sem orðið hefur á svæðinu.

Fréttin hefur verið uppfærð: Í fréttinni var fyrir mistök greint frá að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefði kynnt frumvarpið í gær, en það var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem kynnti frumvarpið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert