Stór og löng sprunga opnast í Grindavík

Horft úr norðri yfir Sundhnúkagígaröðina, sem liggur til suðurs að …
Horft úr norðri yfir Sundhnúkagígaröðina, sem liggur til suðurs að Grindavík. Stóra-Skógfell, Sýlingafell og Þorbjörn hægra megin við miðju. Ljósmynd/Siggi Anton

Stór og löng sprunga hefur opnast á nokkrum stöðum í og við Grindavík vegna kvikuinnskotsins.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands. 

Þar er vísað í myndir frá Ingibergi Þóri Jónssyni Grindvíkingi sem voru teknar kl 16:30 á föstudag við suðvesturhorn Grindavíkur, „og sýna skuggalega þróun innan bæjarmarkanna“.

Í færslunni segir að gliðnun sprungunnar er bein afleiðing kvikuinnskotsins, en innskotið olli gríðarlegri gliðnun á örskömmum tíma á föstudaginn.

Þegar horft er í átt til bæjarins sést hvernig sprungan stefnir beint í gegnum miðjan bæinn. Þar hverfa ummerki sprungunnar inn undir mannvirki, en af því litla myndefni sem borist hefur úr bænum um helgina er ljóst að mikið tjón hefur hlotist af þessum sprunguhreyfingum.“

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert