Þjóðkirkjan býður Grindvíkingum sálgæslu

Kveikt á kertum á samverustund í Hallgrímskirkju í kvöld.
Kveikt á kertum á samverustund í Hallgrímskirkju í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þegar hætta steðjar að og óvissa ríkir þá er gott og raunar nauðsynlegt að koma saman,“ sagði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, í ávarpi sínu á samverstund í Hallgrímskirkju í kvöld. 

„Sitja saman og syngja saman, biðja saman, hlusta saman og faðmast.“

Samverustund fyrir Grindvíkinga fer nú fram í Hallgrímskirkju, en séra El­ín­borg Gísla­dótt­ir leiðir stund­ina og munu bæjarstjóri Grindavíkur, Fannar Jónasson, og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, einnig ávarpa viðstadda.

Veita sálgæslu og hlustun

Sagði hún þjóðina sýna samhug með Grindvíkingum og þjóðkirkjuna vilja styðja og veita Grindvíkingum aðstoð. Minnti biskupinn á að kirkjur landsins byggju yfir mannauði sem veitti sálgæslu og væri þjálfaður í að kalla saman fólk á erfiðum stundum sem þessari. 

Kirkjan hefur sett upp netfang þar sem Grindvíkingar geta leitað eftir sálgæslu eða hlustun: afallahjalp@kirkjan.is.

Frá samverustundinni.
Frá samverustundinni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert