Tilbúnir að flytja báta úr höfninni

Varðskipið Þór er til taks við Hópsnes.
Varðskipið Þór er til taks við Hópsnes. Ljósmynd/Landhelgisgæsla Íslands

Varðskip­inu Þór var siglt aust­ur fyr­ir Hóp­nes í gær­kvöld og held­ur sig þar ennþá að sögn Auðuns F. Krist­ins­son­ar, fram­kvæmda­stjóra aðgerðarsviðs Land­helg­is­gæsl­unn­ar, í sam­tali við mbl.is.

Ákveðið var að sigla skip­inu aust­ar í ljósi þess að sér­fræðing­ar Veður­stof­unn­ar töldu að eld­gos gæti haf­ist úti í sjó.

„Þór er við Hóps­nesið og við erum bara í biðstöðu og bíðum eft­ir að fá næsta yf­ir­lit frá jarðfræðing­un­um og sjá hvað þeir segja og hvernig út­litið er fyr­ir dag­inn. Við erum líka með tvær þyrl­ur til taks og um leið og eitt­hvað ger­ist þá verður allt sett í gang miðað við þær aðstæður sem koma upp,“ seg­ir Auðunn í sam­tali við mbl.is.

Bíða eft­ir grænu ljósi 

Auðunn seg­ir að það sé verið að skoða nokk­ur verk­efni og eitt af þeim er að flytja eitt­hvað af bát­un­um sem eru í höfn­inni í Grinda­vík yfir í aðra höfn í sam­vinnu við eig­end­ur þeirra.

 „Við bíðum bara eft­ir að fá grænt ljós frá jarðfræðing­un­um til að fara inn á þetta svæði,“ seg­ir Auðunn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert