Valdís sækir hænurnar sínar

Grindvíkingurinn Valdís Ósk Sigríðardóttir í bílaröð utan heimabæjar síns.
Grindvíkingurinn Valdís Ósk Sigríðardóttir í bílaröð utan heimabæjar síns. mbl.is/Hermann

Valdís Ósk Sigríðardóttir er meðal þeirra Grindvíkinga sem búa í Þórkötlustaðahverfi sem halda nú heim til þess að sækja ómissandi eigur. Í tilfelli Valdísar eru það hænurnar hennar átta.

„Þær eru lokaðar inni í fjárhúsunum,“ segir Valdís í samtali við blaðamann mbl.is er hún bíður í bílaröð fyrir utan Grindavík.

Aðspurð hvort hún sé ekki örugglega með einhver búr fyrir hænsnin, segir hún búrin einnig vera að finna í fjárhúsinu. Hún ætli ekki að hafa fuglana lausa inni í bílnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert