Aðstoða dýraeigendur við bílastæðið

Sjálfboðaliðar Dýrfinnu eru á bílastæðinu við Fagradalsfjall og aðstoða eigendur …
Sjálfboðaliðar Dýrfinnu eru á bílastæðinu við Fagradalsfjall og aðstoða eigendur gæludýra. Ljósmynd/Landsbjörg

Sjálfboðaliðar á vegum Dýrfinnu eru tilbúnir á stæðinu við Fagradalsfjall með búr fyrir dýr. Sjálfboðaliðarnir fá ekki að fara sjálfir inn í Grindavík, en þeir sem eiga gæludýr innan hins skilgreinda svæðis sem íbúar fá að fara inn á, geta fengið búr og aðstoð frá sjálfboðaliðum.

Í gær voru að minnsta kosti 61 köttur í Grindavík. 

Að sögn Eyglóar Önnu O. Guðlaugsdóttur, sjálfboðaliða hjá Dýrfinnu, fóru sjálfboðaliðar strax að lokunarpósti í birtingu og biðu þar eftir fregnum af því hvort íbúar eða sjálfboðaliðar fengju að fara inn á svæðið til að bjarga gæludýrum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert