Allir íbúar fá að fara til Grindavíkur í dag

Íbúar allra hverfa Grindavíkur munu geta farið heim til sín …
Íbúar allra hverfa Grindavíkur munu geta farið heim til sín í dag til að sækja helstu nauðsynjar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ákveðið hefur verið að hleypa öllum íbúum Grindavíkur að heimilum sínum í dag til að sækja helstu nauðsynjavörur og dýrmætar eignir. Enn gildir þó sama regla og fyrr í dag um að hámark er sett við tvo frá hverju heimili í bifreið og eru allir beðnir um að taka sér eins stuttan tíma og hægt er. Áður hefur komið fram að miðað sé við 5-7 mínútur.

Með þessu bætast Leynisbraut, Leynisbrún, Ásabraut og aðrar götur sunnan af Ásabraut við þær götur sem fólki var heimilt að fara til í dag.

Viðbragsaðilar hafa merkt þar sem skemmdir eru í vegum í bænum með keilum. Íbúar verða að hlusta eftir hljóðmerkjum ef viðbragðsaðilar gefa slík merki og virða slíkt.

Eingöngu ein flóttaleið er inn og út úr bænum um Suðurstrandarveg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert