Allir íbúar fá að fara til Grindavíkur í dag

Íbúar allra hverfa Grindavíkur munu geta farið heim til sín …
Íbúar allra hverfa Grindavíkur munu geta farið heim til sín í dag til að sækja helstu nauðsynjar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ákveðið hef­ur verið að hleypa öll­um íbú­um Grinda­vík­ur að heim­il­um sín­um í dag til að sækja helstu nauðsynja­vör­ur og dýr­mæt­ar eign­ir. Enn gild­ir þó sama regla og fyrr í dag um að há­mark er sett við tvo frá hverju heim­ili í bif­reið og eru all­ir beðnir um að taka sér eins stutt­an tíma og hægt er. Áður hef­ur komið fram að miðað sé við 5-7 mín­út­ur.

Með þessu bæt­ast Leyn­is­braut, Leyn­is­brún, Ása­braut og aðrar göt­ur sunn­an af Ása­braut við þær göt­ur sem fólki var heim­ilt að fara til í dag.

Viðbragsaðilar hafa merkt þar sem skemmd­ir eru í veg­um í bæn­um með keil­um. Íbúar verða að hlusta eft­ir hljóðmerkj­um ef viðbragðsaðilar gefa slík merki og virða slíkt.

Ein­göngu ein flótta­leið er inn og út úr bæn­um um Suður­strand­ar­veg.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert