Andlát: Sigmundur Guðbjarnason rektor

Sig­mund­ur Guðbjarna­son, pró­fess­or emer­it­us og fyrrv. rektor Há­skóla Íslands, lést á fimmtu­dag­inn, 92 ára að aldri. Hann fædd­ist 29. sept­em­ber 1931 á Akra­nesi. For­eldr­ar hans voru Guðbjarni Sig­munds­son, verkamaður á Akra­nesi, f. 2.4. 1897, d. 24.1. 1990, og Guðný Magnús­dótt­ir hús­freyja, f. 27.10. 1902, d. 18.11. 1984. Sig­mund­ur lauk stúd­ents­prófi frá MA árið 1952, hlaut Dipl. Chem. í efna­fræði frá Technische Hochschule í München 1957 og lauk doktors­prófi frá sama skóla 1959.

Sig­mund­ur var yf­ir­verk­fræðing­ur og fram­leiðslu­stjóri hjá Sements­verk­smiðju rík­is­ins 1959-1960. Hann sinnti rann­sókn­um og kennslu í líf­efna­fræði og lyflækn­is­fræði við Wayne State Uni­versity School of Medic­ine í Detroit 1961-1962 og var aðstoðarpróf. og próf. þar 1962-1970. Hann var próf. í líf­efna­fræði og lyflækn­is­fræði við Indi­ana Uni­versity Medical Center í Indi­ana­pol­is 1970-1971. Sig­mund­ur varð pró­fess­or í efna­fræði við Há­skóla Íslands 1970 og var þar til starfs­loka 2001. Hann var rektor HÍ frá 1985-1991. Hann var einnig gisti­pró­fess­or við nokkra er­lenda há­skóla, þar á meðal við Heidel­berg- og Oxford-há­skóla.

Sig­mund­ur var for­stöðumaður Efna­fræðistofu Raun­vís­inda­stofn­un­ar HÍ 1971-1983 og vara­for­seti verk­fræði- og raun­vís­inda­deild­ar HÍ 1975-1977, deild­ar­for­seti 1977-1979. Hann sat í stjórn Sements­verk­smiðju rík­is­ins 1971-1981 og var stjórn­ar­formaður 1973-1977. Hann var einnig formaður stjórn­ar Nátt­úru­vernd­ar rík­is­ins 1995-1999. Hann gegndi for­mennsku í fjölda nefnda og ráða, var m.a. formaður Rann­sókn­ar­ráðs Íslands 1994-1997. Að auki var hann formaður Holl­vina­sam­taka HÍ 1995-1997 og Mann­vernd­ar 1998-1999. Þá var hann for­seti Rótarý­klúbbs Reykja­vík­ur 1999-2000. Sig­mund­ur hlaut fjölda viður­kenn­inga fyr­ir störf sín í þágu vís­ind­anna, og hlaut hann m.a. ridd­ara­kross fálka­orðunn­ar 1985 og stór­ridd­ara­kross­inn 1991. Hann var kjör­inn meðlim­ur í Kon­ung­legu sænsku verk­fræðiv­ís­inda­aka­demí­unni árið 1987.

Þá var hann kos­inn Fellow of the In­ternati­onal Aca­demy of Car­di­ovascul­ar Sciences, FIACS, 2002, og kos­inn Fellow of the In­ternati­onal Society for Heart Rese­arch 2004. Sig­mund­ur hlaut Ald­ar­viður­kenn­ingu Verk­fræðinga­fé­lags Íslands 2012, „Þeir plægðu ak­ur­inn“,“Þekk­ing­ar frum­kvöðull heiðraður fyr­ir for­ystu um upp­bygg­ingu náms í raun­vís­ind­um við Há­skóla Íslands, efl­ingu rann­sókna við skól­ann og for­ystu­hlut­verk við mót­un stuðnings­kerf­is fyr­ir vís­inda- og tækni­rann­sókn­ir og ný­sköp­un á Íslandi”.

Sig­mund­ur var frum­kvöðull að stofn­un Saga­Medica–Heilsu­jurta ehf. (nú Sag­aNatura ehf.) sem stund­ar rann­sókn­ir á ís­lensk­um lækn­ing­jurt­um og þróar nátt­úru­efni eða fæðubót­ar­efni úr völd­um lækn­inga­jurt­um fyr­ir inn­lend­an og er­lend­an markað, m.a. SagaPro, Saga­Memo og VOX­IS.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Sig­mund­ar er Mar­grét Þor­valds­dótt­ir fyrrv. blaðamaður. Börn þeirra eru Snorri, f. 24.10. 1954, fyrri kona hans var Una Björk Gunn­ars­dótt­ir og eiga þau dótt­ur­ina Írisi. Seinni kona hans er Sara Jewett og eru börn þeirra Jessica og Eric; Logi, f. 22.1. 1962; Hekla, f. 9.11. 1969, d. 13. 1. 2013; Ægir Guðbjarni, f. 19.3. 1972, kona hans er Anna Linda Bjarna­dótt­ir lögmaður og eru syn­ir þeirra Vikt­or Aron og Alex Trist­an.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert