Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælir fyrir frumvarpi um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga á Alþingi kl. 12:30.
Hægt verður að fylgjast með umræðunni hér fyrir neðan í beinni útsendingu.
Markmið laganna er að verja mikilvæga innviði og aðra almannahagsmuni á Reykjanesskaga fyrir hugsanlegum eldsumbrotum. Lögin gilda um nauðsynlegar framkvæmdir í þágu almannavarna á Reykjanesskaga eftir því sem nánar greinir í ákvæðum laganna.