Hvað er sigdalur?

Stórar sprungur hafa myndast víða um Grindavík, meðal annars þessi …
Stórar sprungur hafa myndast víða um Grindavík, meðal annars þessi sem var miðsvæðis í bænum, á gatnamótum Króks og Austurvegar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigdal­ur upp­götvaðist í Grinda­vík­ur­bæ í gær og ligg­ur hann í gegn­um bæ­inn. Þor­vald­ur Þórðar­son, pró­fess­or í eld­fjalla­fræði við Há­skóla Íslands, seg­ir dal­inn skýrt merki um að kvika sé kom­in á mjög grunnt dýpi und­ir bæ­inn. Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son, sér­fræðing­ur Veður­stofu Íslands í jarðskorpu­hreyf­ing­um seg­ir að svo sé ekki endi­lega. 

Þingvellir eru gott dæmi um sigdal.
Þing­vell­ir eru gott dæmi um sig­dal. mbl.is/​Hari

„Þetta þýðir að það varð kviku­hlaup niður frá Sund­hnúkagíg­um, und­ir Grinda­vík og út í sjó. Við það gliðnar jörðin, í þessu til­viki um á bil­inu einn til þrjá metra. Þegar svo­leiðis at­b­urður verður þá mynd­ast svona sig­gengi og sig­geng­is­dal­ur. Það sem við erum að horfa á er að bergið spring­ur inni í sig­g­end­is­daln­um og það síg­ur niður,“ seg­ir Bene­dikt spurður að því hvað í ósköp­un­um sigdal­ur sé. 

„Besta dæmið um svona er Þing­vell­ir, nema þar erum við ekki að tala um að það sé merki um kvika und­ir held­ur bara gliðnun,“ seg­ir Bene­dikt.

Jörð hefur gliðnað í Grindavík og sigdalur myndast.
Jörð hef­ur gliðnað í Grinda­vík og sigdal­ur mynd­ast. Ljós­mynd/​Vega­gerðin

Gliðnun hef­ur ekk­ert með kviku að gera

Bene­dikt úti­lok­ar alls ekki að kvika sé að troða sér nær yf­ir­borðinu í sigdaln­um, en þetta gæti líka þýtt annað.

„Þetta þýðir ekki að kvika sé mjög ná­lægt yf­ir­borði, bara að þetta hef­ur gliðnað svona mikið. Það er túlk­un­in og við höf­um marg­séð það í öðrum sam­bæri­leg­um at­b­urðum. Það úti­lok­ar samt ekki að kvika komi upp, það bara hef­ur ekk­ert með það að gera. Það er annað sem þarf til þar,“ út­skýr­ir Bene­dikt. 

Bene­dikt seg­ir engu að síður að mik­il hætta skap­ist af svona sig­döl­um, sér­stak­lega í þessu til­viki vegna þess að hann mynd­ast svo hratt.

„Hins veg­ar þegar þú ert með sig­dal sem mynd­ast svona rosa­leg hratt, þá eru mikl­ar sprungu­hreyf­ing­ar og hraðar sprungu­hreyf­ing­ar, það get­ur skapað hættu sem er al­gjör­lega sér­stök. Það hef­ur ekk­ert með kviku að gera, það mynd­ast bara sprung­ur á yf­ir­borðinu,“ seg­ir Bene­dikt. 

Hætta af sprung­un­um

Þess­ari hættu vita viðbragðsaðilar af og taka með í reikn­ing­inn er þeir hleypa íbú­um Grinda­vík­ur aft­ur inn á heim­ili sín til þess að sækja verðmæti.

„Hin hætt­an er auðvitað líka til staðar, mögu­leik­inn á að það komi gos. Við erum með vökt­un á svæðinu og erum í beinu sam­bandi við viðbragðsaðila,“ seg­ir Bene­dikt.

Viðbragðsaðilar eru meðvitaðir um hættuna í Grindavík.
Viðbragðsaðilar eru meðvitaðir um hætt­una í Grinda­vík. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert