Íbúar fá 5-7 mínútur

Guðbrandur Örn Arnarson er verkefnastjóri aðgerðamála hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.
Guðbrandur Örn Arnarson er verkefnastjóri aðgerðamála hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðbrandur Örn Arnarson, verkefnastjóri aðgerðamála hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, segir að fólki sem hleypt verður inn til Grindavíkur verði gert ljóst að það fái einungis að vera örskotsstund inni á svæðinu.

Allir fá upplýsingar um að það geti borist merki þess efnis að yfirgefa þurfi svæðið með skömmum fyrirvara. Hver íbúi fær 5-7 mínútur til að athafna sig.

Svæði 1 var opnað fyrir íbúa fyrir hádegi og á …
Svæði 1 var opnað fyrir íbúa fyrir hádegi og á íbúar á svæði 2 áttu að mæta á söfnunarsvæðið klukkan 13:00. kort/mbl.is

Löng bílaröð er við lokunarpósta þar sem íbúar bíða þess að komast inn á svæðið.

„Það hafa langflestir tekið vel í þessar ráðstafanir og það má ekki gleyma því að staðan er grafalvarleg. Staðan er þannig að við reynum að fara með miklu hraði, hratt inn og hratt út. Við erum búnir að plana allar flóttaleiðir og þetta snýst um að útsetja fólk ekki fyrir óþarfa áhættu,“ segir Guðbrandur.

Mikill fjöldi íbúa Grindavíkur bíður þess nú að fá að …
Mikill fjöldi íbúa Grindavíkur bíður þess nú að fá að komast inn í bæinn til að sækja brýnustu nauðsynjar og dýrmætar eigur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert