Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að hleypa íbúum inn á skilgreint svæði í Grindavík. Svæðið sem um ræðir er austan megin við Víkurbraut í Grindavík, að Ægisgötu.
Íbúar og fyrirtæki austan megin við Víkurbraut og norðan við Austurveg eru í fyrsta hópi að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni.
Lögregla stýrir aðgerðum.
Íbúar sem fá að fara inn til Grindavíkur eiga að koma á söfnunarstaðinn sem er bílastæðið við gossvæðið, við Fagradalsfjall.
Það þarf að koma um Suðurstrandarveg að austan til Grindavíkur að söfnunarstað. Þar fer fram upplýsingataka og skráning, ásamt því að fólk fær frekari leiðbeiningar. Frá söfnunarstað verður ekið í bílum viðbragðsaðila inn í bæinn.
Heimild til þess að fara inn í bæinn er ábyrgðarhluti og ekki léttvæg ákvörðun og þýðir alls ekki að svæðið sé að öðru leyti opið fyrir umferð. Þetta verður skipulögð og stýrð aðgerð undir stjórn lögreglunnar.
Íbúar við þessar götur eru í fyrsta hópi:
Víkurhóp, Norðurhóp, Hópsbraut, Suðurhóp, Efrahóp, Austurhóp, Miðhóp, Stamphólsveg, Víðigerði, Austurveg, Mánagötu, Mánasund, Mánagerði, Túngötu, Arnarhlíð, Akur og Steinar.
Uppfært: íbúar við Marargötu og Vesturhóp fá einnig að fara inn á svæðið. Heimilisföngin gleymdust í fyrri tilkynningu frá lögreglunni.
Fyrirtæki við þessar götur eru í fyrsta hópi:
Hafnargötu, Seljabót, Miðgarð, Ránargötu, Ægisgötu (sunnan við Seljabót), Garðsveg, Verbraut, Víkurbraut og við hafnarsvæðið.
Tilmæli til athugunar fyrir íbúa:
Uppfært kl. 11:45
Að sögn lögreglu mega íbúar eftirfarandi svæða gefa sig fram á MÓT við Suðurstrandarveg kl. 13:00 í dag:
Skipastígur-Árnastígur-Glæsivellir-Ásvellir-Sólvellir-Blómsturvellir - Baðsvellir-Gerðavellir-Selsvellir-Litluvellir-Hólavellir-Höskuldavellir-Gerðavellir-Iðavellir-Efstahraun – Heiðarhraun -Hvassahraun -Staðarhraun – Borgarhraun -Arnarhraun-Víkurbraut.