Mikið tjón í Grindavík

Horft ofan í sprunguna.
Horft ofan í sprunguna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikl­ar skemmd­ir má sjá víða um Grinda­vík eft­ir þær ham­far­ir sem hafa gengið yfir bæ­inn í kjöl­far jarðskjálfa og þess að sigdal­ur myndaðist þar. Sprunga geng­ur í gegn­um stór­an hluta bæj­ar­ins og er fer meðal ann­ars í gegn­um veg­inn við íþróttamiðstöðina. Þá má sjá heita­vatns­lögn sem hef­ur farið í sund­ur í mis­geng­inu auk þess sem íþróttamiðstöðin virðist sitja á um meter háum stalli.

Blaðamaður og ljós­mynd­ari mbl.is hafa verið á ferð í dag um bæ­inn og meðal ann­ars virt fyr­ir sér þær skemmd­ir sem áttu sér stað.

Eins og sjá má á þess­um tveim­ur mynd­um við íþróttamiðstöðina hef­ur gríðarlega mikið gengið á. Er mis­gengið allt að metri og er eins og stétt­in fyr­ir fram­an húsið hafi á kafla rofnað frá hús­inu.

Eftir hamfarirnar lítur út eins og íþróttamiðstöðin standi á stalli, …
Eft­ir ham­far­irn­ar lít­ur út eins og íþróttamiðstöðin standi á stalli, en gang­stétt í kring­um húsið hef­ur færst mikið til. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Er misgengið allt að metri við íþróttahúsið.
Er mis­gengið allt að metri við íþrótta­húsið. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Stutt frá má sjá gríðarlega sprungu í gegn­um veg­inn og er þar meira en meter langt op sem teyg­ir sig gegn­um hluta bæj­ar­ins. Hef­ur það meðal ann­ars á ein­um stað tekið heita­vatns­lögn í sund­ur og rýk­ur upp úr sprung­unni.

Á einum stað hefur heitavatnslögn farið í sundur og reykur …
Á ein­um stað hef­ur heita­vatns­lögn farið í sund­ur og reyk­ur stíg­ur upp úr sprung­unni sem geng­ur í gegn­um bæ­inn. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Blaðamaður seg­ir að gras dúi víða ná­lægt sprung­um þegar gengið er á því sem bendi til þess að víða vanti jarðveg und­ir grasið. Þannig lenti björg­un­ar­sveit­armaður í því að stíga með öðrum fæti á ein­um stað í gegn­um gras án þess að að verða meint af. Hef­ur því verið beint til blaðamanns mbl.is að halda sig frek­ar á mal­biki vegna þessa veik­leika í jarðveg­in­um.

Sprungan nær í gegnum stóran hluta Grindavíkur.
Sprung­an nær í gegn­um stór­an hluta Grinda­vík­ur. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Íbúum hef­ur í dag verið hleypt inn í bæ­inn til að sækja helstu nauðsynj­ar og dýr­mæt­ar eig­ur. Þeir hafa hins veg­ar aðeins skamm­an tíma til þess. Upp­haf­lega var íbú­um gert að fara í fylgd með björg­un­ar­sveit­um, en þegar leið á dag­inn var ákveðið að fólk gæti farið inn á eig­in bíl­um. Hins veg­ar eru ör­yggis­póst­ar víða um bæ­inn þar sem björg­un­ar­sveitar­fólk er staðsett sem ýtir á eft­ir fólki. Hafði fólki verið gert grein fyr­ir að aðeins væri ætl­ast til þess að það væri í 5-7 mín­út­ur á heim­ili sínu.

Blaðamaður mbl.is seg­ir að víða megi sjá skemmd­ir og sprung­ur á hús­um í bæn­um, en að enn sem komið er hafi hann ekki séð hús sem sjá­an­lega að utan mætti dæma ónýtt.

Björgunarsveitarfólk er víða á öryggispóstum í bænum og hvetur íbúa …
Björg­un­ar­sveitar­fólk er víða á ör­yggis­póst­um í bæn­um og hvet­ur íbúa til að drífa sig við að sækja muni sína. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Skemmdirnar eru miklar í Grindavík.
Skemmd­irn­ar eru mikl­ar í Grinda­vík. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Afleiðingar jarðhræringanna.
Af­leiðing­ar jarðhrær­ing­anna. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert