Stærstu skjálftarnir nú við Eldey

Nokkrir stærri skjálftar hafa orðið skammt frá Eldey úti fyrir …
Nokkrir stærri skjálftar hafa orðið skammt frá Eldey úti fyrir Reykjanesskaga. Kort/Veðurstofa Íslands

Stærstu jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir síðustu klukkustundirnar mælast nú skammt frá Eldey, suðvestan við Reykjanesið. Klukkan 3.46 mældist skjálfti 3,4 að stærð og er það stærsti skjálftinn í nærri tólf tíma.

Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands, segir þó nokkuð um jarðskjálftana báðum megin við kvikuganginn sem liggur undir Grindavík, annars vegar við Kleifarvatn og hins vegar suðvestan við Reykjanestá á Reykjaneshryggnum.

Eru þetta að öllum líkindum gikkskjálftar, sem leysa þá spennu úr jarðskorp­unni sem kviku­gang­ur­inn hef­ur valdið á skag­an­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert