Stærstu skjálftarnir nú við Eldey

Nokkrir stærri skjálftar hafa orðið skammt frá Eldey úti fyrir …
Nokkrir stærri skjálftar hafa orðið skammt frá Eldey úti fyrir Reykjanesskaga. Kort/Veðurstofa Íslands

Stærstu jarðskjálft­arn­ir sem riðið hafa yfir síðustu klukku­stund­irn­ar mæl­ast nú skammt frá Eld­ey, suðvest­an við Reykja­nesið. Klukk­an 3.46 mæld­ist skjálfti 3,4 að stærð og er það stærsti skjálft­inn í nærri tólf tíma.

Elísa­bet Pálma­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur Veður­stofu Íslands, seg­ir þó nokkuð um jarðskjálft­ana báðum meg­in við kviku­gang­inn sem ligg­ur und­ir Grinda­vík, ann­ars veg­ar við Kleif­ar­vatn og hins veg­ar suðvest­an við Reykja­nestá á Reykja­nes­hryggn­um.

Eru þetta að öll­um lík­ind­um gikk­skjálft­ar, sem leysa þá spennu úr jarðskorp­unni sem kviku­gang­ur­inn hef­ur valdið á skag­an­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert