Tveir fá nú að fara á hvert heimili

Heimilt er nú fyrir tvo íbúa hverrar fasteignar að fara …
Heimilt er nú fyrir tvo íbúa hverrar fasteignar að fara inn á lokunarsvæðið í stað eins áður fyrr. Stærstur hluti íbúa Grindavíkur fær að sækja nauðsynjar í dag, en enn er þó ekki lokaákvörðun tekin um nokkrar götur í suðvesturhluta bæjarins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á Suðurnesjum hefur endurskoðað reglur um fjölda inn á lokunarsvæðið í dag. Er nú tveimur frá hverju heimili heimilt að fara inn á svæðið, en áður hafði verið tilkynnt um að aðeins einn frá hverju heimili mætti fara inn á lokunarsvæðið.

Greint hefur verið frá því að íbúar fái að fara inn í tveimur hópum í dag. Fyrsti hópurinn er þegar við söfnunarsvæðið og að komast inn á svæðið. Seinni hópurinn á að gefa sig fram á söfn­un­ar­svæði við Suður­strand­ar­veg klukk­an 13.00 í dag.

Svæði 1 var opnað fyrir íbúa fyrir hádegi og á …
Svæði 1 var opnað fyrir íbúa fyrir hádegi og á íbúar á svæði 2 áttu að mæta á söfnunarsvæðið klukkan 13:00. kort/mbl.is

Íbúar við þess­ar göt­ur eru í fyrsta hópi:

Vík­ur­hóp, Norður­hóp, Hóps­braut, Suður­hóp, Efra­hóp, Aust­ur­hóp, Miðhóp, Stamp­hóls­veg, Víðigerði, Aust­ur­veg, Mána­götu, Mána­sund, Mána­gerði, Túngötu, Arn­ar­hlíð, Marargötu, Vesturhóp, Akur og Stein­ar. 

Fyr­ir­tæki við þess­ar göt­ur eru í fyrsta hópi:

Hafn­ar­götu, Selja­bót, Miðgarð, Rán­ar­götu, Ægis­götu (sunn­an við Selja­bót), Garðsveg, Ver­braut, Vík­ur­braut og við hafn­ar­svæðið.

Íbúar við þessar götur eru í öðrum hópi og eiga að mæta kl. 13.00:

Skipa­stíg­ur-Árna­stíg­ur-Glæsi­vell­ir-Ásvell­ir-Sól­vell­ir-Blóm­st­ur­vell­ir-Baðsvell­ir-Gerðavell­ir-Sels­vell­ir-Litlu­vell­ir-Hóla­vell­ir-Hösk­uld­ar­vell­ir-Gerðavell­ir-Iðavell­ir-Efsta­hraun-Heiðar­hraun-Hvassa­hraun-Staðar­hraun-Borg­ar­hraun-Arn­ar­hraun-Vík­ur­braut.

Miðað við þetta þurfa íbú­ar á Leyn­is­braut og Leyn­is­brún, auk íbúa við Ása­braut og þeirra gatna sem eru sunn­an af Ása­braut að bíða áfram eft­ir því að geta farið inn á svæðið.

Til­mæli til at­hug­un­ar fyr­ir íbúa:

  • Ekki fara ef þú þarft ekki nauðsyn­lega að fara.
  • Aðeins verður leyfi fyr­ir einn aðila að fara inn á svæðið, fyr­ir hvert heim­ili.
  • Skráið niður lista yfir það sem þið hygg­ist sækja áður en lagt er af stað.
  • Munið eft­ir húslykli.
  • Hafið búr fyr­ir gælu­dýr ef þörf er á.
  • Hafið poka eða annað und­ir muni.
  • Íbúar hafa stutt­an tíma inni á heim­il­inu.
  • Þau sem fara mega ekki vera með bráðaof­næmi fyr­ir dýr­um því það verða gælu­dýr með í för í baka­leiðinni.
  • Þetta er ein­göngu til þess sækja mjög mik­il­væga hluti s.s. gælu­dýr, lífs­nauðsyn­leg lyf, hugs­an­lega vega­bréf eða aðra ómiss­andi hluti fyr­ir heim­il­is­fólk.
  • Heim­ilt verður að keyra öku­tæki sem skil­in voru eft­ir við rým­ingu, út af svæðinu frá Grinda­vík, en ein­göngu í fylgd viðbragðsaðila.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert