Lögreglan á Suðurnesjum hefur endurskoðað reglur um fjölda inn á lokunarsvæðið í dag. Er nú tveimur frá hverju heimili heimilt að fara inn á svæðið, en áður hafði verið tilkynnt um að aðeins einn frá hverju heimili mætti fara inn á lokunarsvæðið.
Greint hefur verið frá því að íbúar fái að fara inn í tveimur hópum í dag. Fyrsti hópurinn er þegar við söfnunarsvæðið og að komast inn á svæðið. Seinni hópurinn á að gefa sig fram á söfnunarsvæði við Suðurstrandarveg klukkan 13.00 í dag.
Íbúar við þessar götur eru í fyrsta hópi:
Víkurhóp, Norðurhóp, Hópsbraut, Suðurhóp, Efrahóp, Austurhóp, Miðhóp, Stamphólsveg, Víðigerði, Austurveg, Mánagötu, Mánasund, Mánagerði, Túngötu, Arnarhlíð, Marargötu, Vesturhóp, Akur og Steinar.
Fyrirtæki við þessar götur eru í fyrsta hópi:
Hafnargötu, Seljabót, Miðgarð, Ránargötu, Ægisgötu (sunnan við Seljabót), Garðsveg, Verbraut, Víkurbraut og við hafnarsvæðið.
Íbúar við þessar götur eru í öðrum hópi og eiga að mæta kl. 13.00:
Skipastígur-Árnastígur-Glæsivellir-Ásvellir-Sólvellir-Blómsturvellir-Baðsvellir-Gerðavellir-Selsvellir-Litluvellir-Hólavellir-Höskuldarvellir-Gerðavellir-Iðavellir-Efstahraun-Heiðarhraun-Hvassahraun-Staðarhraun-Borgarhraun-Arnarhraun-Víkurbraut.
Miðað við þetta þurfa íbúar á Leynisbraut og Leynisbrún, auk íbúa við Ásabraut og þeirra gatna sem eru sunnan af Ásabraut að bíða áfram eftir því að geta farið inn á svæðið.
Tilmæli til athugunar fyrir íbúa: