Vísbendingar um sigdalinn á gamalli loftmynd

Svæðið á milli vestur- og austurmarka sigdalsins (sýnt með rauðu …
Svæðið á milli vestur- og austurmarka sigdalsins (sýnt með rauðu brotalínunum) féll niður í umbrotunum fyrir meira en 2.000 árum.

Rann­sókn­ar­stofa í eld­fjalla­fræði og nátt­úru­vá við Há­skóla Íslands segir sigdalinn sem liggur í gegnum Grindavík sennilega hafa myndast í Sundhnúkagosinu fyrir meira en 2.000 árum. 

Þetta kemur fram í færslu rannsóknarstofunnar á Facebook þar sem birtar eru tvær loftmyndir til samanburðar.

Annars vegar frá árinu 1954 og hins vegar nýlega mynd af Grindavík.

Nýleg mynd af Grindavík.
Nýleg mynd af Grindavík.

Virkjaði misgengin á ný

Í færslunni er fyrri myndinni lýst þannig að hún sýni að misgengin sem afmarkar sigdalinn, sem liggur í gegnum Grindavík, hafi verið til staðar árið 1954 og að sennilega hafi sigdalurinn myndast í Sundhnúkagosinu fyrir meira en 2.000 árum.

Núverandi virkni hafi síðan virkjað misgengin á ný og stækkað/dýpkað sigdalinn. 

Þá segir að seinni myndin sýni legu þessarar gömlu misgengja á korti af Grindavík eins og hún er í dag, og að nýju fersku sprungurnar séu í nákvæmlega sama fari og þær gömlu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert