200 skjálftar frá miðnætti

Kvikugangurinn liggur undir Grindavíkurbæ.
Kvikugangurinn liggur undir Grindavíkurbæ. Ljósmynd/Siggi Anton

Um 200 jarðskjálftar hafa mælst síðan á miðnætti á Reykjanesskaganum. 

Skjálftarnir eru á bilinu 1 til 2 að stærð og eru flestir á 4-5 km dýpi. Hafa um hundrað skjálftar verið að mælast á klukkustund síðustu þrjá daga.

Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir stöðuna óbreytta frá því í gær. Skjálftavirkni haldi áfram og fylgjast jarðvísindamenn með óróamælum og vefmyndavélum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert