Aðstæður breyst til hins verra

Grindavík. Ekki er víst að allir íbúar nái að heimsækja …
Grindavík. Ekki er víst að allir íbúar nái að heimsækja heimili sín í dag, segir Logi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðstæður í Grindavík hafa breyst til hins verra frá því í gær. Þetta segir Logi Sigurjónsson, lögreglumaður og gæslustjóri í Grindavík, í samtali við mbl.is á vettvangi.

Byrjað var að hleypa íbúum í Grindavík, sem búa austan við sigdalinn eða á appelsínugula svæðinu, inn fyrir bæjarmörkin um klukkan tólf á hádegi.

„Þeir fara í fylgd björgunarsveitarbíla á sínum eigin bílum,“ segir Logi.

„Við höfum verið að brýna fyrir fólki, að fólk sé ekki að koma í dag sem fór í gær, og svo framvegis,“ bætir hann við.

Logi Sigurjónsson, lögreglumaður og gæslustjóri í Grindavík.
Logi Sigurjónsson, lögreglumaður og gæslustjóri í Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fólk þarf að fara í björgunarsveitarbíla

Að því loknu verður farið inn á rauða svæðið svokallaða, eða hættusvæðið.

„Eftir klukkan eitt förum við í vesturhluta bæjarins. En þá þarf fólk að fara í björgunarsveitarbílum, ekki sínum eigin bílum.“

Spurður hvort áætlað hafi verið hversu margir íbúar muni sækja svæðið í dag segir Logi að það sé ekki vitað.

„Og svo er alls ekki víst að það komist allir heim í dag. Það verður bara að koma í ljós hvernig þetta gengur.“

Skemmdir eru víða í Grindavík.
Skemmdir eru víða í Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka