Dómsmálaráðherra hefur veitt leyfi

Dómsmálaráðherra hefur veitt leyfi.
Dómsmálaráðherra hefur veitt leyfi. Samsett mynd

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur veitt leyfi til að hefja vinnu við gerð varnargarða við orkuverið í Svartsengi.

Þetta staðfestir Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, í samtali við mbl.is.

Hefði verið gott að byrja í gær

Hann segir garðana eitt af stóru verkefnum almannavarna.

„Það verður þá væntanlega byrjað að setja þá upp í dag. Við erum búin að vera að keyra efni og hreyfa til það sem hefur nú þegar verið raskað land,“ segir Víðir.

„Það hefði verið gott að geta byrjað á því í gær en lögin voru afgreidd og samþykkt í gær og svo tóku þau gildi núna áðan.

Þá fór fram þetta samráð um þessa framkvæmd sem gert er ráð fyrir í lögunum og nú er heimild dómsmálaráðherra til að hefja aðgerðir komin.“

Uppfært kl. 14:33

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra fór yfir málið á fundi Alþingis í dag þar sem hún gaf munnlega skýrslu um almannavarnaástandið á Reykjanesskaga. Þar sagði hún m.a.:

„Nú rétt í þessu tók ég ákvörðun á grundvelli laganna um að ráðist yrði í framkvæmd byggingu varnargarða til varnar orkuverinu í Svartsengi. Sú ákvörðun hefur verið tilkynntir ríkislögreglustjóra sem mun strax hefjast handa við að reisa varnargarðinn. Það er okkar von að varnargarðurinn reynist ómetanleg vörn við þeim ógnum sem steðja að mikilvægum og ómissandi innviðum á þessu svæði. Þrátt fyrir að skammur tími hafi verið til stefnu hefur málið verið unnið í samráði við helstu hagaðila eftir því sem kostur gafst.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert