Fordæmalaust að strika yfir bæjarheiti

Strikað var yfir heiti Grindavíkur og Bláa lónsins á skiltum …
Strikað var yfir heiti Grindavíkur og Bláa lónsins á skiltum Vegagerðarinnar í gær. mbl.is/Hermann Nökkvi Gunnarsson

Strikað var yfir heiti Grinda­vík­ur­bæj­ar og Bláa lóns­ins á skilt­um Vega­gerðar­inn­ar við af­leggj­ara Grinda­vík­ur­veg­ar á Reykja­nes­braut til þess að upp­lýsa ferðamenn um að það sé ekki hægt að kom­ast til Grinda­vík­ur. 

Þetta seg­ir G. Pét­ur Matth­ías­son, upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerðar­inn­ar, í sam­tali við mbl.is.

Smá til­rauna­starf­semi líka

Spurður að því hvort að Vega­gerðin hafi áður gripið til þess ráðs að strika yfir heiti sveit­ar­fé­laga á skilt­um vega­gerðar­inn­ar seg­ir hann nei. 

„Ég held al­veg ör­ugg­lega ekki, þetta eru nátt­úru­lega al­veg for­dæma­laus­ar aðgerðir. Það hef­ur aldrei verið rýmt heilt bæj­ar­fé­lag og veg­ur­inn þangað lokaður dög­um sam­an. Þannig að þetta er svona smá­veg­is til­rauna­starf­semi líka,“ seg­ir G. Pét­ur. 

Sól­ar­hrings­vakt hef­ur verið við Grinda­vík­ur­veg frá því að hon­um var lokað á föstu­dag til að tryggja að eng­inn óviðkom­andi keyri veg­inn.

G. Pét­ur seg­ir að Vega­gerðin hafi einnig haft það í huga að með þessu þá væri hægt að tak­marka óþarfa um­ferð á lok­un­ar­pósta. 

Strikað var yfir heit­in í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert