Framlengja lokun lónsins

Bláa lónið hefur framlengt lokun sinni til 30. nóvember.
Bláa lónið hefur framlengt lokun sinni til 30. nóvember. mbl.is/Árni Sæberg

Bláa lónið hefur ákveðið að framlengja lokun starfstöðva sinna í Svartsengi fram að 30. nóvember. 

Fram kemur í tilkynningu frá Bláa lóninu að starfstöðvarnar sem um ræðir séu Bláa lónið sjálft, Silica hótel, Retreat hótel, Retreat Spa og veitingastaðirnir Moss og Lava.

Upphaflega var tekin ávörðun þann 9. nóvember um að loka til 16. nóvember og yrði staðan þá endurmetin. 

Fá endurgreitt að fullu

„Með tilliti til truflana sem orðið höfðu á upplifun gesta og langvarandi álagi á starfsfólk vegna jarðhræringa gripum við til þessara varúðarráðstafana til að tryggja öryggi og velferð, sem er okkar helsta forgangsmál nú sem endranær,“ segir í tilkynningunni. 

Biðst fyrirtækið velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin kunni að valda og ítrekar að allir gestir fái fulla endurgreiðslu yfir tímabilið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert