Gliðnun­in gæti orðið enn meiri

Sprung­an mark­ar eystri mörk sig­dals­ins sem mynd­ast hef­ur eða dýpkað …
Sprung­an mark­ar eystri mörk sig­dals­ins sem mynd­ast hef­ur eða dýpkað eft­ir jarðhrær­ing­arn­ar síðustu daga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ármann Hösk­ulds­son, eld­fjalla­fræðing­ur við Jarðvís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands, seg­ir að gliðnun­in í sprung­unni sem fer beint í gegn­um Grinda­vík geti vel haldið áfram að vaxa.

„Þessi gliðnun get­ur haldið áfram í nokkra daga eða vik­ur, sprung­urn­ar stækkað og meg­in­hluti Grinda­vík­ur sigið,“ seg­ir hann og bæt­ir við að sigdal­ur­inn í Grinda­vík sé dæmi­gerður fyr­ir gliðnun­ar­hreyf­ing­ar.

Gæti gert kvikunni erfiðara fyrir

Hann seg­ir að sigdal­ur­inn geti reynst já­kvæður að því leyt­inu til að hann gæti gert kvik­unni erfiðara fyr­ir að leita upp á yf­ir­borðið.

„Þetta er gam­all sigdal­ur sem er aft­ur að fara í gang. Þetta eru gaml­ar sprung­ur sem voru þarna og út af þess­um fleka­hreyf­ing­um þá fara þær aft­ur í gang,“ seg­ir Ármann að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert