Myndir: Vinna að varnargörðum

Framkvæmdir við varnargarða í Svartsengi.
Framkvæmdir við varnargarða í Svartsengi. mbl.is/Eyþór Árnason

Vinna að varnargörðum við Svartsengi er í fullum gangi um þessa mundir og unnið er dag og nótt. Blaðamaður og ljósmyndari mbl.is skoðuðu vinnusvæðið í dag, rétt áður en skyndirýming átti sér stað.

Vinnan er hafin austan megin við Þorbjörn þar sem blaðamaður var á ferð, en búið er að koma fyrir efni og jarðvinnuvélar farnar að ýta upp í varnargarðinn.

Ari Guðmundsson, verkfræðingur á svæðinu sagði í samtali við mbl.is í morgun:

Það fer eft­ir því hvort við tök­um þetta í áföng­um eða ekki en þessi vinna get­ur tekið nokkr­ar vik­ur,“ spurður hve langan tíma það tæki að reisa varnargarðanna. 

Verið að ryðja fyrir efni og vinnuvélar.
Verið að ryðja fyrir efni og vinnuvélar. mbl.is/Eyþór Árnason

Mikill viðbúnaður á svæðinu

Mikill viðbúnaður var á svæðinu, en blaðamaður og ljósmyndari þurftu að bíða í um þrjár klukkustundir áður en leyfi fékkst til að halda inn á svæðið í kringum Svartsengisvirkjun og Bláa lónið í lögreglufylgd. Á meðan biðinni stóð mátti þó sjá fjöldann allan af stórum ökutækjum, sem voru að flytja efni. 

Auk undirbúnings fyrir garðana var einnig verið að ryðja vegi til að geyma verktækin. 

Kortið sýnir þær þrjár framkvæmdarstöðvar sem blaðamenn heimsóttu, austan við …
Kortið sýnir þær þrjár framkvæmdarstöðvar sem blaðamenn heimsóttu, austan við Þorbjörn.

Á ofangreindri mynd má sjá hvar efni og vinnuvélar voru geymdar, en austan við Þorbjörn má sjá jarðvinnuvél sem Ari Guðmundsson, verkfræðingur á svæðinu staðfesti í samtali við mbl.is að væri byrjuð að setja upp varnargarða austanmegin við virkjunina og lónið.

Jarðvinnuvél vinnur að byggingu austurhluta varnargarðsins.
Jarðvinnuvél vinnur að byggingu austurhluta varnargarðsins. mbl.is/Eyþór Árnason

Sjá mátti ýtu sem var brölta upp hálsinn, yfir ósnertan jarðveg, í átt að jarðvinnuvél sem þar var að störfum.

Ýtan snertir ósnertan jarðveg.
Ýtan snertir ósnertan jarðveg. mbl.is/Eyþór Árnason

Kallað til allsherjarrýmingar

Hvorki gafst tækifæri til viðtals á svæðinu né til þess að skoða vinnuna vestanmegin við Þorbjörn, því kallað var til allsherjarrýmingar á svæðinu sökum mælinga á brennisteinsgasi.

Stærsta ýtan sem varð á vegi blaðamanns.
Stærsta ýtan sem varð á vegi blaðamanns. mbl.is/Eyþór Árnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka