Myndskeið: Hafa komið 600-800 milljónum undan

Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri hjá Þorbirni segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi bjargað um 600-800 milljónum króna verðmætum við það að flytja fisk úr geymslurými fyrirtækisins í Grindavík til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar á undanförnum tveimur dögum. 

Hann segir að ef miðað er við tímann sem starfsmönnum var gefinn í dag til að bjarga fiskafurðunum þá sé hætt við því að starfsmenn þurfi að koma aftur á morgun til að klára verkið. 

Alls hefur fyrirtækið flutt um 150 tonn á tveimur dögum í 25 gámabílum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert