Nýir mælar gætu sagt til um yfirvofandi gos

Björgunarsveitir við Grindavík.
Björgunarsveitir við Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vísindamenn Veðurstofunnar hafa komið upp brennisteinsgasmælum við Grindavík og suður af Sundhnúk.

Mælarnir ættu að gefa vísindamönnum betri möguleika á segja til um yfirvofandi eldgos.

Þetta kom fram á vef Veðurstofunnar fyrr í dag, en þó aðeins á þeim hluta vefsins sem er fyrir enskumælandi. Hefur þessum upplýsingum nú verið bætt við þann hluta síðunnar sem er á íslensku.

Leiti gildi brennisteinsgass í andrúmsloftinu upp á við gæti það bent til þess að kvika sé komin nær yfirborði og tekin að afgasast þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka