Tæplega 600 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Sá stærsti var 3,1 að stærð og reið hann yfir við Hagafell skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt.
Hagafell er rétt austur af Þorbirni og sunnan við Sundhnúk.
Að sögn Böðvars Sveinssonar, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands, hafa flestir skjálftarnir verið undir tveimur að stærð og á fjögurra til fimm kílómetra dýpi.
Allt er annars óbreytt á svæðinu. Skjálftavirkni heldur áfram og jarðvísindamenn fylgjast með óróamælum og vefmyndavélum.