300 skjálftar frá miðnætti

Horft úr norðri yfir Sundhnúkagígaröðina, sem liggur til suðurs að …
Horft úr norðri yfir Sundhnúkagígaröðina, sem liggur til suðurs að Grindavík. Stóra-Skógfell, Sýlingafell og Þorbjörn hægra megin við miðju. Ljósmynd/Siggi Anton

Tæplega 300 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti og virðist virknin vera svipuð og í gær en þá mældust 1.800 skjálftar. 

Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir voðalega litlar breytingar hafa átt sér stað síðustu klukkustundirnar. 

„Það sama er uppi á teningnum í allt kvöld og alla nótt,“ segir Sigríður.

Skjálftarnir koma langflestir fram yfir kvikuganginum, annars vegar við Sýlingafell og að Grindavík og hins vegar aðeins norðan við Stóra-Skógfell.

Næstum allir skjálftarnir sem mælst hafa frá miðnætti hafa verið undir tveimur að stærð. Síðasti skjálfti sem mældist yfir þremur varð klukkan hálftíu í gærmorgun og var sá 3,6 að stærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert