Af hverju Sundhnúkur?

Sundhnúkagígaröðin liggur í suð-suðvestur að Grindavík.
Sundhnúkagígaröðin liggur í suð-suðvestur að Grindavík. Ljósmynd/Siggi Anton

Sund­hnúk­ur er gam­alt leiðarmerki af sjó og dreg­ur nafn sitt af því hlut­verki. Merk­ir „sund“ þá til­tekna leið sem var fær fyr­ir báta, oft þröng sigl­inga­leið milli skerja eða boða.

Um þetta fjall­ar Árna­stofn­un á Face­book í dag.

Sund­hnúkagíg­ar hafa verið í kast­ljós­inu und­an­farna daga, enda er kviku­gang­ur tal­inn liggja þaðan og til suðvest­urs und­ir byggðina í Grinda­vík.

Í færsl­unni seg­ir að Jón Jóns­son jarðfræðing­ur hafi tekið upp heit­in „Sund­hnúkagíg­ar“ og „Sund­hnúka­hraun“ í grein í Nátt­úru­fræðingn­um árið 1974 og dregið þau af gömlu ör­nefni, Sund­hnúk, sem er hæsti gíg­ur­inn í gígaröðinni.

Hnúk­ur­inn gegnt mik­il­vægu hlut­veri

„Það er ljóst af lýs­ing­um að það hef­ur verið vanda­samt að ná landi heilu og höldnu í Grinda­vík en Sund­hnúk­ur hef­ur verið eitt af mörg­um mik­il­væg­um leiðarmerkj­um fyr­ir inn­sigl­ingu í svo­nefnt Járn­gerðarstaðasund,“ seg­ir þar enn frem­ur. 

Þeir sem hafi sótt sjó­inn hafi þurft að kunna skil á þess­um merkj­um, sem gátu verið hvort held­ur mann­gerð eða nátt­úru­leg, og geta lesið í lands­lagið og sí­breyti­leg­ar sjón­lín­ur milli merkja eft­ir því sem fleyið færðist nær landi.

Aðal­ver­stöð Skál­holtsstaðar

Lýs­ing á Járn­gerðarstaðasundi frá ár­inu 1931 þar sem Sund­hnúk­ur kem­ur við sögu er svohljóðandi:

„Varða ofan við hús­in á Hópi á að bera í vörðu (Hóps­heiðar­vörðu), sem stend­ur uppi í Hóps­heiði, og þær aft­ur í svo­kallaðan Sund­hnúk, sem er ával­ur hnúk­ur á bak við Haga­fell. Stefn­unni skal haldið á þessi merki, þangað til að Svír­aklett­ur, sem er vest­an við Hópsrifið, ber í Stamp­hólsvörðu, sem stend­ur á hraun­brún­inni, að sjá á Þor­björn. Er þá haldið á þau merki, þar til Garðhúsa­skúr ber norðan til í vör­ina, þá er haldið á þessi merki, og inn í vör.“

Þá er þess getið að þekk­ing á leiðarmerkj­um hafi ekki aðeins verið mik­il­væg fyr­ir heima­menn, enda hafi marg­ir aðkomu­menn róið frá Grinda­vík og aðal­ver­stöð Skál­holtsstaðar lengi verið þar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert